Björn Ingi hættur í borgarstjórn

Björn Ingi Hrafnsson hættur í borgarstjórn!

Óskar  Bergsson varaborgarfulltrúi ætlar að taka við honum. En þetta er greinlega líka persónulegt, því að eitt er að ráðast á hann út af málefninu en annað er þegar það er verið að ráðast á hann fyrir hvaða mann hann ber að geyma og sérstaklega frá samherja hans. Eins og hann sé ekki búin að þola nóg frá sjálfstæðismönnum vegna REI málsins.

  •  Ég verð nú að játa það að ég eigi eftir að sakna Björns Inga sem borgarfulltrúa þótt að ég skilji nú ekki alveg þessa sögu með fötinn og peningana.
Björn Ingi

 

 

 


Valdagræðgi í íslenskum stjórnmálum

Ég mætti heim til mín klukkan hálf 7 nýkomin frá Akureyri, fékk mér að borða og settist fyrir framan sjónvarpið í þeim hugleiðingum að horfa á fréttirnar og eiga rólega stund í faðmi fjölskyldu minnar.

Sýnt var frá blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum og viti menn,  það er búið að mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Hvað er langt í það að þessi nýi borgarstjórnarmeirihluti muni falla, ég gef honum 100 daga! Svo segir Ólafur að það séu mikil vonbrigði að Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir hyggist ekki starfa með F-listanum. Við hverju býst hann?

Hvað er sjálfstæðisflokkurinn að spá? Leggjast svona lágt bara til þess að ná í borgarstjórn! Ólafur F. Magnússon er gjörsamlega með sjálfstæðisflokkinn í vasanum.

Ólafur skuldar borgarbúum mjög góða skýringu enda veit engin afhverju fyrverandi meirihluti féll! Ætli það sé ekki bara valdagræðgi hjá Ólafi og sjálfstæðisflokknum. Traustið sem stjórnmálamenn höfðu hjá borgarbúum er horfið miðað við svör mannsins á götunni við spurningu fréttamanns í 10 fréttunum  í gær og ekki veit ég hversu langan tíma það tekur að byggja traustið upp aftur.

Ekki öfunda ég Reykvíkinga og tel ég mig mjög heppna að búa í Farðabyggð þar sem bæjarstjórnin er traust.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband